Hvað getum við lært af líkama okkar ?
Hér er grein um Orkustöðvarnar sem ég skrifaði yfir hátíðarnar
Hvað eru orkustöðvar og hvaða tilgang hafa þær ?
Orðið Chakra (orkustöð á íslensku) þýðir hjól á Sanskrit en orkustöðvarnar eru hringlaga og þær snúast líkt og hjól á ferð. Þær eru yfirleitt 8 til 10 cm í ummáli en minni stöðvarnar eða “minor chakras” eru um 2-3 cm. Minor chakras eru í raun orkupunktar eða meridian points á orkubrautum líkamans og eru þeir mörg hundruð.
Í gegnum árin hefur verið talað um 7 aðal orkustöðvar en þær eru í raun 11. Í kabbalah eða á Tré Lífsins eru 10 orkupunktar (Sephiroth) auk eins hulins punkts sem gera 11. Í Upanishads sem er eitt af upprunalegu textum Hinduisma ásamt Vedas er talað um borg með 11 hliðum sem samsvarar hinum 11 aðal orkustöðvum.
Orkustöðvarnar geta snúist réttsælis, rangsælis eða í hvaða átt sem er, þær geta jafnvel verið stopp. Eðlilegar hreyfingar orkustöðva eru réttsælis og rangsælis – við réttsælis snúning tekur líkaminn alheimsorku eða prana inn í líkamann en þegar orkustöð snýst rangsælis þá er orkustöðin að losa sig við orku, afhlaða sig.
Rangsælis snúningur getur einnig verið óeðlilegur en það fer eftir því hvað er í gangi hjá einstaklingum – ef óeðli er á orkustöðinni og hún snýst ávalt rangsælis þá missum við orku.
Þegar orkustöðvar snúast ekki rétt eða rangsælis heldur eru stopp eða hafa óeðlilegan hreyfiás þá gefur það til kynna að sú orkustöð sé í ójafnvægi og sé ekki að starfa einsog hún þarf til þess að taka inn prana fyrir líkama okkar og sál. Þegar svo er statt líður ekki á löngu að við förum að finna ójafnvægi í líkama okkar og sál.
Orkustöðvarnar, í stuttu máli, draga í sig prana/lífsorku og brjóta hana niður í aðgreinda þætti sína og senda þá síðan eftir orkubrautunum til taugakerfisins, innkirtlanna og í blóðið til að líkaminn fái lífsorku. Eins og heyra má skipta orkubrautirnar gríðarlega miklu máli í úrvinnslu og dreifingu lífsorku um líkamann og til líffæra en það er efni í aðra grein.
Prana fáum við aðallega frá sólinni, jörðinni og loftinu.
Orkustöðvarnar – líkami og sál
Orkustöðvarnar endurspegla ákvarðanir sem við tökum í lífi okkar sem varða hvernig við kjósum að bregðast við mismunandi aðstæðum í lífinu. Við breytum snúningi þeirra þegar við ákveðum hvað okkur finnst, hvernig okkur líður og hvernig við kjósum að upplifa lífið.
Orkustöðvarnar eru ekki líkamlegar en hver orkustöð hefur tengsl við einhvern innkirtil, taugar eða taugaflækjur. Þannig er hægt að tengja hverja orkustöð við ákveðin líkamshluta og líkamsstarfsemi. Þær hafa áþreifanlegustu áhrif á líkamann í gegnum innkirtlakerfið og taugakerfið.
Þegar þú finnur fyrir spennu í meðvitundinni þá finnur þú oftast fyrir spennunni í líkamanum í viðeigandi orkustöð. Í hvaða orkustöð þú finnur spennuna fer eftir orsökum spennunar. Viðeigandi taugar eða taugaflækjur í líkamanum nema spennuna í þeirri orkustöð sem þær eru tengdar. Þegar spennan er viðvarandi í lengri tíma eða er mjög mikil verða til líkamleg einkenni. Ef einkennið er skoðað náið getur það sagt okkur hvaða ójafnvægi við erum að skapa í lífi okkar.
Einkennin eru leið líkama okkar til að benda okkur á hvað við erum að gera rangt og hvað þarf að laga í okkar lífi. Ef við lítum inná við og virkilega hlustum á hvað líkami og hugur okkar er að segja í stað þess að horfa fram hjá því sem okkar innri viska eða sál er að segja, þá getum við breytt ástandinu og með því hverfa einkennin því þá hafa þau engan tilgang lengur.
Þegar þú skilur orkustöðvarnar gefur það þér sýn inní undirmeðvitund þína og líkama. Þannig getur þú séð líkama þinn sem kort undirmeðvitundar þinnar. Það gefur þér betri skilning á sjálfum þér og fólkinu í kringum þig.
Hvar eru orkustöðvarnar og hverjar eru þær ?
Orkustövarnar raðast upp hryggjarsúluna og er fyrsta orkustöðin, Rótarstöðin, í spjaldflækju.
1.Rótarstöðin Litur hennar er rauður og hún er staðset neðst á spjaldhrygg og tengist spjaldflækju. Hún stjórnar líkamlegri starfsemi, líkamlegri skynjun, að finna fyrir líkamlegum sársauka og ánægju. Ósjálfráð starfsemi líkamans og sjálfvirk taugaboð.
Hún stjórnar orkustraumum til fóta/leggja, endaþarms, nýrnaganga, rófubeins, neðstu hryggjaliða, legganga hjá konum, þvagganga og nýrnahetta, tanna og ónæmiskerfis.
Í rótarstöðinni hvílir allt traust okkar og öryggi bæði á okkur sjálfum og öðrum, traust á því lífi sem við lifum. Hægt er að líta á hana þannig að hún sé einsog rót trés – ef rótin er sterk er tréð sterkt en ef rótin er veik þá er tréð veikt. Sé hún hrein og í góðu jafnvægi búum við við innra öryggi, oftast einnig öruggar kringumstæður og fjárhagslegt öryggi og erum í heild sátt við okkur sjálf og tilveruna.
Ótti og óöryggi í rótarstöð hefur tilhneigingu til að tengjast öllu mögulegu öðru en hinni upphaflegu orsök og getur þannig birst í t.d. minnmáttarkend, ótta við lyftur, göng og háhýsi.
Líkamleg einkenni geta verið þyngdar vandamál, gyllinæð, hægðartregða, hné vandamál, Sciatica eða þjótak og gigt. Rótarstöðin tengir mann við móður jörð (jarðtenging).Slæmt jarðsamband sést á innra óöryggi sem t.d. kemur fram við hversdagslegar ákvarðanatökur og sem langvarandi þreyta.
Ráð til að styrkja hana: Taka eigin og sjálfstæðar ákvarðanir og láta svo útkomuna ráðast. Að brjóta ekki loforð sem við gefum okkur sjálfum. Láttu ekki aðra bera ábyrgð á því sem skiptir þig miklu máli. Vera sannur gagnvart sjálfum sér og reyna að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.
Í rótarstöðinni dvelur kundalini orkan.
2.Hvatastöðin Litur hennar er appelsínugulur og hún stjórnar tilfinningum og kenndum. Hún er staðsett uþb. 7cm neðan við nafla og tengist lendarflækju . Hún sér um að flytja orku til nýrna, þvagblöðru, kynfæra, eistu og eggjastokka, legs, smáþarma, spjaldhryggjar og blóðrásarkerfis.
Samkvæmt austrænni speki býr chi orkan í hvatastöðinni.
Dýrkun á líkamlegri þjálfun og sólardýrkun sem svo algengt er á þessum dögum er einskonar ómeðvituað form lífsorkustyrkingar þar sem andleg þroska viðleitni hefur gleymst.
Allt sem nefnist leikur tilheyrir þessari stöð. Kynlíf og að njóta lífsins gæða t.d. matur, drykkur, klæðaburður.“Óhrein” hvatastöð býr yfir orkuþáttum sem fela í sér fýsnir og langanir sem oft krefjast þess að þeim sé fullnægt strax! Eðlileg starfsemi hennar felur í ser að geta notið lífsins á eðlilegan hátt og að þurfa ekki að líða illa þótt við fáum löngunum okkar ekki fullnægt strax.
Meiri hætta er á ójafnvægi í hvatastöð en hjá nokkurri annari stöð sem sýnir sig t.d. í ofáti, alkahólisma, fíkniefnanotkun, stjórnsemi, valdabarátta, kynlífsvandamál ogflr. Misnotkun er helsta hættan! Líkamleg einkenni geta verið ófrjósemi, kynkuldi,blöðru og nýrnavandamál og vandamál í mjóbaki.
Ráð til að styrkja hana: Sund og allt sem vatni viðkemur styrkir þessa stöð, að ganga um í náttúrunni og upplifa núið – að vera í núinu. Að bera ábyrgð á sjálfum sér og elska sjálfan sig.
2a. Meng Mein er staðsett á bakinu, beint fyrir aftan naflann. Hún starfar sem nokkurskonar dælustöð fyrir mænuna og sér um að lífsorkan sem kemur inn um rótarstöðina flæði upp hryggjarsúluna/mænuna. Hún stjórnar og veitir nýrum, nýrnahettum og öllu þvagkerfinu orku og stjórnar blóðþrýstingi ásamt hvatastöðinni.
Vanvirkni í þessari stöð getur komið fram sem nýrnavandamál, lítil lífsorka, hár blóðþrýstingur og mjóbaksvandamál.
2b.Naflastöð er staðsett í naflanum. Stjórn og orkugjöf til smágirnis, ristils og botnlanga. Vanvirkni í þessari stöð getur komið fram sem hægðartregða, botnlangabólga, erfiðleikar við barnsburð og aðrir sjúkdómar tengdir smágirni. Hefur með lífsorku okkar að gera að því leiti að þessi stöð framleiðir vissa tegund orku innan líkamans sem hefur áhrif á getu okkar að draga inn nýja orku, dreifa henni og safna saman. Hormónaframleiðsla líkamans samsvarar þessari framleiðslu naflastöðvarinnar.
Þeir sem hafa minni framleiðslu á þessari sérstöku orku eiga erfiðara með að draga inn prana/alheimsorku úr loftinu sem veldur því að í vondu veðri er það fólk slappara og þreyttara.
2c.Miltastöð er staðsett vinstramegin á kviðnum milli sólarplexus og naflastöðvar. Miltað hreinsar blóðið og eyðir gömlum blóðfrumum. Miltastöðin er aðal inntakstöðin fyrir loft orku/air prana – unnið er svo úr henni þar og eftir úrvinnslu er henni dreift til annara orkustöðva og alls líkamans. Veik miltastöð veldur veikum líkama og lágri lífsorku.
3.Solarplexus Litur hennar er gulur og hún stjórnar þrepbundinni hugsun, sérstaklega í tengslum okkar við aðra. Hún er staðsett milli neðstu rifbeina og nafla og tengir mænu ofantil rétt ofan við nýrnahetturnar. Frá henni streymir orka til taugakerfis og vöðva – lifrar og gallblöðru, briskirtils, maga, þindar og að einhverju leiti smágirni, ristil, botnlanga, lungu, hjarta og annara líkamshluta. Sólarplexusinn hefur áhrif á hita og kæli kerfi líkamans og gæði blóðs
Sé sólarplexus hrein og í jafnvægi á einstaklingurinn auðvelt með að tjá sig tilfinningalega, t.d. fær um að hlægja og gráta í návist annara. Reynir ekki að fela tilfinningar sínar fyrir öðrum.
Ef hún er bæld má stundum sjá dæld neðan rifbeins, þá beinist orka úr neðri tveimur orkustöðunnum og veldur álagi á solarplexus og einstakl. er ófær um að stjórna eigin tilfiningum. Ef hún er ofvirk kemur það fram í sjórnsemi og má þá stundum sjá hana framstæða, magi stór og framstæður. Ef stöðin er of opin verður einstakl. of næmur gagnvart utanaðkomandi áhrifum – vantar tilfinningalegt viðnám
Ef lokuð þá er einstakl. tilfinningalega kaldur og ónæmur á tilfinningar annarra.
Sólarplexus í jafnvægi – einstaklingur ánægður með sjálfan sig einsog hann er.
Vandamál – t.d. valdafíkn og líkamleg vandamál geta verið sár,lifrabólga, hjartavandamál og aðrir sjúkdómar tengdir hjarta og lifur, sykursýki og lágur blóðsykur og meltingarvandamál.
Ráð til að styrkja hana: Til að hreinsa hana og styrkja verðum við að taka tillit til eigin tilfinninga og veita þeim útrás, vera sannur gagnvart sjálfum sér og öðrum.Tala fallega til og um sjálfan sig.
Oft er talað um sólarplexusinn sem brúna – þ.e.a.s öll orka sem fer um orkustöðvar fyrir neða og ofan sólarplexus fer í gegnum hann.
Sólarplexusinn er mjög viðkvæmur fyrir álagi, stressi og tilfinningarójafnvægi og hann hefur mjög mikil áhrif á líkamlega hjartað. Vandamál í sólarplexus geta haft afleidd vandmál í hjartastöð og hjartanu sjálfu. Þeir sem eiga við hjartaveiki að stríða hafa yfirleitt vanvirkan sólarplexus jafnt sem hjartastöð.
4.Hjartastöðin Litur hennar er græn/bleikur.Hún er staðsett nálægt miðu bringbeini. Hjartastöðin er bústaður óskilyrðislaus kærleika og í henni elskar maður mannkynið í heild.
Henni tilheyrir hóstakirtill, hjarta, blóð, flakktaug, blóðrásarkerfi, lungu, hendur og axlir.
Hjartastöð sem er opin og í jafnvægi hefur þann eiginleika, að gefa einungis fyrir gleðina að gefa. Karlmenn eiga oft erfitt með að láta í ljós örvæntingu eða særðar tilfinningar en allar þessar niðurbældu tilfinningar geta myndað ýmis vandamál í líkama og á sál t.d. hjartasjúkdóma og öndunarsjúkd.
Ráð til að styrkja hana: Við styrkjum hjartastöðina með því að láta okkur þykja vænt um aðra, að gefa kærleika án þess að ætlast til að fá eitthvað í staðin. Að eignast og ala upp börn styrkir hana.
5.Hálsstöðin Litur hennar er blár og tengist hálsflækju (plexus cervicales). Hún stjórnar skjaldkirtli og kalkkirtli, sogæðakerfi, raddböndum, lunganpípum, munn, háls, meltingarveg, öxlum og handleggjum.
Hálsstöðin stendur fyrir tjáningu, heiðarleika og sköpun. Máttur orðsins, að hlusta og bera ábyrgð á gerðum okkar. Ef við tölum ekki okkar vilja og bælum niður það sem við viljum segja getur það valdið ýmsum kvillum. Hún er í sambandi við æðri vilja sem tengist síðan guðlegum vilja. Með hálsstöðinni miðlar maður upplýsingum.(t.d við transmiðlun)
Líkamlegir kvillar geta verið hálsbólga, stífleiki í hálsi, kvef, skjaldkirtilsvandamál, vandamál við heyrn og astmi. Hefur einnig áhrif á hvatastöð og kynlíf.
Til þess að styrkja hálsstöðina talar maður sinn vilja!
5a.Ajna stöðin er í raun þriðja augað. Með henni sjáum við hluti sem ekki sjást með líkamlegu augunum okkar. t.d. áruna og myndgerum með henni. Ajna er innsæið okkar.
Stjórnar og veitir heiladingli orku, einnig innkirtlakerfinu og heilanum að vissu leiti. Hún er einnig kölluð “master chakra” því hún stjórnar öllum hinum orkustöðunun, innkirtlum þeirra og líffærum að miklu leiti. T.d ef vandamál er á briskirtli er ekki nóg að meðhöndla sólarplexus heldur einnig Ajna. Ajna, háls,hjarta og sólarplexus stöð stjórna og veita öndunarkerfinu orku.
6.Ennisstöð Litur hennar er fjólublár /indigoblár
Hún er staðsett fyrir miðju enni. Hún stjórnar heilaköngli, heilanum og líkamanum í heild sinni. Þegar hún er í ójafnvægi kemur það fram í því að að við ofhugsum hlutina. Líkamleg einkenni geta verið höfuðverkir, óskýr sjón, þreyta í augum, minnistap, lömun og flogaveiki.
Ráð til að styrkja hana: Gera barnslega hluti svo sem að teikna með fingrunum eða hoppa í pollum, dansa einsog enginn sé að horfa og hlusta á tónlist. Slaka á – vera hér – núna. Hugleiðsla, lesa andlegar bækur, líkamsrækt og vera þakklátur fyrir lífið.
7.Hvirfilstöðin Hún er hvít ljómandi á lit og er staðsett á toppi höfuðsins. Hún stjórnar heilaköngli og taugakerfi. Hvirfilstöðin er aðal innkomuleið alheimsorku eða prana. Hér tengist maður æðra sjálfi, vitneskju um andlega og tilfinningalega gerð okkar og sameiningu.
Sálin kemur og fer í gegnum hvirfilstöðina
Vanvirkni í þessari stöð kemur fram í sjúkdómum tengdum heilaköngli og heila – þá er verið að tala um bæði líkamlega og í geði.
Hvirfil- og ennisstöð stuðlar að samhljómi og jafnvægi allra annarra orkustöðva eins og heiladingull sér um að halda jafnvægi í innkirtlakerfi líkamans.
Ráð til að styrkja hana: Hugleiða í 15-20 min á dag, sjálfsskoðun – hver er ég, biðja fyrir friði, hlægja með innlifun og njóta þess að vera á lífi.
Tinna María Emilsdóttir