Go to content Go to navigation Go to search

Velkomin(n) á vefsíðu Tinnu Maríu!

Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.

Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.

Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.


Nýjustu fréttir


Steinn dagsins er Fluorite

Sunday, 8. September 2013

Fluorite er mjög góður steinn fyrir fókus, hann hjálpar manni að sjá skýrt og geta unnið úr því sem er til staðar.
Það eru mjög margir llitir til af Fluorite og sérhæfingar fara eftir lit.

Grænn er t.d góður heilunarsteinn, góður til að hreinsa áruna og fer inn á hjartastöðina.

Gulur fer inn á sólarplexus, augu, bein/merg og innkirtla (sérstaklega milta) Hann er bestur þegar kemur að fókusi sem kemur að lærdómi og einbeitingu. Hann vinnur líka inn á geðræn svið og hjálpar þar við að lyfta hulum.

Fjólublár fer inn á þriðja augað og hjálpar við andlegan fókus og hreinsun, bæði í umhverfi og í orkuhjúp mannsins.

Svartur er mjög sterkur í hreinsun/vernd frá þungri orku á astral sviði

Blár fer inná hálsstöð, tjáningu og opnun – hjálpar okkur að koma frá okkur þeirri visku sem við geymum og viljum koma frá okkur t.d i fyrirlestri eða kynningu. Þá er best að æfa sig með steininn í áru sinni – því nær hálsi því betra – og bera þegar að framkvæmd kemur.

Bleikur er mjög kærleiksrík heilunar orkua og hjálpar okkur að heila hjartasár og hjálpa okkur að þora að elska.

 

Steinn dagsins – Lemurian seed crystal

Thursday, 5. September 2013

Steinn dagsins er Lemurian seed crystal.

Ég virðist vera mikið dregin þessa dagana að steinum sem hjálpa við að tengja við forna visku þarsem Lemurian seed crystal hjálpar einmitt við að tengja við visku Lemuria.
Orkan hans er svo mjúk og umvefjandi, svolítið eins og umvefjandi kærleiksorkan milli móðurs og barns.
Lemurian seed crystal vinnur þó helst á hvirfilstöð og hjartastöð þarsem hann hjálpar okkur að heila okkar innra barn og græða djúp sár. Hann hjálpar okkur að  opnast gagnvart kærleiksorkunni svo við séum tilbúin að móttaka og tengjast sálinni  svo við getum betur séð leið okkar í þessu lífi og til að get tengst  visku og orku Lemuria og miðlað henni. Lemurian seed crystal er dásamlega heilandi fyrir sálina :)

IMAG2981

« Fyrri færslur Næstu færslur »