Go to content Go to navigation Go to search

Velkomin(n) á vefsíðu Tinnu Maríu!

Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.

Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.

Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.


Nýjustu fréttir


Myndir að utan

Thursday, 17. January 2008

Til gamans setti ég inn nokkrar myndir frá Bandaríkaferðinni undir hlekknum “Meðferðarprógrömm”

Minni einnig á að tvö 5 daga prógrömm á vegum Integrative Intentions verða haldin á Íslandi á næsta ári! Eitt verður í mars/apríl og hitt í október í Bláa Lóninu. Þá koma margir erlendir meðferðaraðilar en einnig verða einhverjir erlendir skjólstæðingar. Þáttaka er takmörkuð við 8-9 manneskjur á prógrammi og byrjað er að taka frá pláss.
Ef þú hefur áhuga endilega hafðu samband sem fyrst.

Nýtt á síðunni

Wednesday, 9. January 2008

  • Ný grein eftir mig um orkustöðvarnar og hvernig við finnum áhrif þeirra í daglegu lífi
  • Myndasíða með myndum sem ég hef tekið við vinnu mína hérlendis og erlendis
  • Myndir af fleiri hálsmenum sem ég hef sérhannað, seldum og óseldum
  • Nýjar vörur í verslun
  • Námskeið á mínum vegum – meira um þau síðar

Ég verð erlendis frá 10 – 17 janúar.  Ef þú vilt panta tíma eða eitthvað slíkt á meðan ég er úti þá er bara um að gera að senda mér email og ég hef samband um leið og ég kem heim – ef ekki fyrr :)

Bless á meðan !

« Fyrri færslur Næstu færslur »