Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.
Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.
Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.
Nýjustu fréttir
Friday, 20. September 2013
Rhodizite er pinku ponsu lítill en gífulega magnaður! Ég man þegar við vorum með verslunina Gjafir Jarðar þá hafði ég mjög gaman að því að leyfa fólki að prófa að halda á Rhodizite því þrátt fyrir smæð þá finnur maður veeeeel fyrir honum
Hann er s.s gífulega kraftmikill og vinnur inn á allar orkustöðvarnar – hreinsar og hleður. Rhodozite er einnig rosalegur magnari, hann magnar þá orku sem hann er í kringum/sem er beint að honum – því er rosalega gott að nota hann með öðrum steinum til að styrkja virkni þeirra enn meira (t.d við heilun) eða bara nota hann til að styrkja mans eigin orku í ákveðna átt t.d við hugsköpun eða þegar verið að að vinna að ákveðnu takmarki eða með ákveðna orku.
Rhodozite er einn af þeim sem aldrei þarf að “hreinsa”
Wednesday, 18. September 2013
Þarsem orkulind.is er komin yfir 800 vina markið á Facebook ákvað ég að skella inn tilboði á FB sem ég vil líka að þið njótið góðs af :)
Bókanlegt út september býð ég upp á 3 tíma á 15þ í stað 21þ (sparar 6þ)
Til þess að nýta þetta tilboð sendir þú bara á mig email eða hringir (tinna@orkulind.is) og segir að þú viljir bóka tilboð.
Ég vona að þið njótið góðs af :)