Go to content Go to navigation Go to search

Velkomin(n) á vefsíðu Tinnu Maríu!

Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.

Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.

Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.


Nýjustu fréttir


Gleðilega páska !

Sunday, 23. March 2008

Þar sem ég verð að vinna á meðferðarprógramminu í Bláa lóninu mestalla næstu viku verð ég ekki aftur við fyrr en á mánudaginn 31.mars.

Hafið það gott!

Streita foreldra gerir börnin veik

Wednesday, 19. March 2008

Foreldrar sem búa við mikla streitu kunna að gera bæði sjálfum sér og börnum sínum hættara við sjúkdómum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar er gerð var í Bandaríkjunum. Leiddu þær í ljós að veikindi voru tíðari meðal barna kvíðafullra eða þunglyndra foreldra.

Frá þessu greinir á fréttavef BBC. Rannsóknin var gerð við Háskólann í Rochester, og niðurstöðurnar birtar í New Scientist. Fyrst var greint frá þeim í vísindaritinu Brain, Behavior and Immunity.

Einnig komu í ljós tengsl á milli streitu og ónæmisvirkni hjá börnum. Haft er eftir vísindamanni að börn séu „afar þrautseig,“ og hvetur hann foreldra til að hafa ekki áhyggjur af þessum niðurstöðum.

Lengi hefur verið vitað að streita getur valdið breytingum á ónæmiskerfinu þannig að fólki verður hættara við sýkingum og öðrum kvillum. En þetta er í fyrsta sinn sem rannsókn leiðir í ljós beinar vísbendingar um að slík ónæmiskerfisveiking geti borist frá foreldrum til barna.

Tekið af mbl.is

« Fyrri færslur Næstu færslur »