Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.
Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.
Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.
Nýjustu fréttir
Tuesday, 1. April 2008
Bresku geðheilbrigðissamtökin Mental Health Foundation hafa hvatt til þess að auknar rannsóknir fari fram á leiðum til að meðhöndla innbyrða reiði. Segja þau að þeir sem eigi við þann vanda að etja eigi ekki í nein hús að venda vilji þeir leita sér hjálpar. Það leiði oftar en ekki til upplausnar fjölskyldna , andlegra og líkamlegra veikinda.
Samkvæmt nýrri könnun samtakanna Boiling Point telur þriðjungur almennings sig þekka einstakling sem ekki hafi stjórn á reiði sinni. Þá segjast 12% aðspurðra í könnuninni sjálfir eiga erfitt með að hafa hemil á skapi sínu og 25% segjast hafa áhyggjur af því hversu reiðir þeir verði. Þá segjast 64% telja að reiði sé að aukast á meðal fólks.
Segja samtökin að um falinn vanda sé að ræða sem samfélagið taki ekki á fyrr en hann brjótist út í ofbeldi. Dr Andrew McCulloch, framkvæmdastjóri Mental Health Foundation tekur undir þetta.
„Í samfélagi þar sem fólk getur fengið aðstoð vegna þunglyndis, kvíða, ofsakvíða, áráttu, átröskunar og fjölmargra annarra geðrænna og tilfinningalegra vandamála er ótrúlegt að við skulum ekki geta leitað neitt eftir hjálp við það að takast á við svo sterka tilfinningu sem reiðin er,” segir hann. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
„Fólk þarf að vera meðvitað um það þegar reiðin er farin að eyðileggja líf þess, biðja um hjálp og fá hana. Reiðin er fíll, sem ekki er talað um, í herbergi geðheilbringðisþjónustunnar.
Tekið af mbl.is
ps. þetta er ekki apríl gabb :)
Monday, 31. March 2008
Mögnuð lífsreynsla vísindarmanns. Mæli eindregið með að þú skoðir þetta stutta myndband.
http://www.microclesia.com/?p=320