Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.
Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.
Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.
Nýjustu fréttir
Monday, 9. June 2008
Jæja þá er ég komin aftur frá Írlandi og Svíþjóð.
Meðferðaprógrammið á Írlandi var frábært! Hótelið þar sem prógrammið fór fram var á yndislegum stað í mjög fallegu umhverfi.
Mikið af fallegum stöðum finnast á því svæði sem við vorum á og náðum við Sue að sjá nokkra staði með hjálp “local” vinkonu okkar Deirdre. -Thanx D :)
Ég fer aftur til Írlands, það er ekki spurning!
Næst á dagskrá hjá mér er að vinna á 2 daga meðferðarprógrammi á vegum Upledger á Íslandi. Það verður haldið í Reykjavík helgina 14-15 júní.
Monday, 12. May 2008
Jæja nú fer að koma að því að ég fari til Írlands. Þar mun ég vinna í 2 vikur en fljúga svo yfir til Svíþjóðar að heimsækja eiginmann minn sem er þar að klára MS nám. Heimkoma er ekki allveg ákveðin en verður líklegast í kringum 9.júní.
Ég verð að vinna allveg til brottfaradags en skiljanlega er ekkert laust hjá mér fyrr en ég kem heim í júní.
Þar sem margir bíða eftir heimkomu minni vil ég benda þér á að ef þú vilt fá tíma hjá mér að senda mér tölvupóst sem fyrst svo að þú þurfir ekki að bíða mjög lengi eftir því að komast að.
Ég mun ekki taka við símtölum meðan ég er úti en þú getur lesið inn skilaboð í talhólfið sem ég svo svara þegar ég kem aftur. Lang best er þó að senda mér bara línu því ég mun líklega geta svarað tölvpósti meðan ég er erlendis.
Sjáumst eftir tæpan mánuð! :)