Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.
Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.
Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.
Nýjustu fréttir
Friday, 4. July 2008
Það er búið að vera nóg að gera hjá mér síðan ég kom að utan! Nú er ég loks að koma mér almennilega fyrir á nýja staðnum og allt að komast í eðlilegt flæði.
Ég tók mér smá frí í þessari viku og fór með eiginmanni mínum á Snæfellsnes að halda uppá brúðkaupsafmælið okkar. Við fengum nú ekki allveg besta veðrið en það var nú samt mjög gott og gaman.
Þessa helgina, mestu ferðahelgi ársins, ætla ég nú bara að vera heima og slaka á.
Setti inn nokkrar nýjar myndir af hálsmenum og armböndum sem hafa verið pöntuð hjá mér og svo eru líka nýjar umsagnir.
Að lokum…
“What we do in life echoes in eternity.”
Maximus Decimus Meridius
“So many people live within unhappy circumstances and yet will not take the initiative to change their situation because they are conditioned to a life of security, conformity, and conservatism, all of which may appear to give one peace of mind, but in reality nothing is more dangerous to the adventurous spirit within a man than a secure future.
The very basic core of a man’s living spirit is his passion for adventure. The joy of life comes from our encounters with new experiences, and hence there is no greater joy than to have an endlessly changing horizon, for each day to have a new and different sun.”
Christopher McCandless
Góða helgi!
Saturday, 28. June 2008
Eins og Björk sagði í kvöld – “NÁTTÚRA!!!!”
Hvernig endar þetta?
Vöknum…