Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.
Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.
Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.
Nýjustu fréttir
Tuesday, 18. November 2008
Heilsa okkar er afar mikilvæg og hvernig við sinnum okkur skiptir höfuðmáli fyrir heilbrigði líkama og sálar.
Á þessum miklu umbreytingar tímum geta margar tilfinningar gert vart við sig, t.d. vonbrigði, kvíði, óöryggi, reiði og sorg vegna aðstæðana sem sum okkar eru í.
Ef ekki er unnið úr þessum tilfinningum, heldur bara keyrt áfram og þeim ýtt til hliðar, veikja þær ónæmiskerfi sem getur svo valdið hinum ýmsu vandamálum og andlegum vanlíðan.
Mjög gott er að stunda reglulega líkamsækt, en með því að taka á reglulega brennir þú streituhormónum sem annars safnast upp í líkamanum og valda hinum ýmsu einkennum, t.d. pirring og svefnerfiðleikum. Einnig er gott að stunda jóga og/eða hugleiðslu – en það er hægt að hlaða niður tveimur hugleiðslum hér á síðunni minni endurgjaldslaust.
Núna þurfum við í raun að passa sérstaklega vel uppá okkur, líkama og sál.
Vegna þessa ætla ég að bjóða upp á tíma hjá mér á þriðjudögum og miðvikudögum frá 10-12 með 50% afslætti.
Hver einstaklingur getur nýtt sér þetta tilboð í 2 skipti.
Vinsamlega takið fram við tímapöntun ef ætlunin er að nýta sér þetta.
Gefðu þér tíma fyrir heilsuna í dag því þegar við eldumst búum við að því hvernig við hugsuðum um okkur á yngri árum. Þetta á við hvort sem þú ert 15 ára eða 55 ára.
Kærleikskveðja,
Tinna María
Sunday, 16. November 2008
Jæja þá er ferðinni lokið og ég komin aftur heim á klakann.
Dvölin í USA var mjög fín, mikil vinna, erfið á köflum en skemmtileg þó :) Ég set inn nokkrar myndir á næstu dögum.
Mig langaði bara að láta vita að talhólfið í símanum mínum bilaði þannig að ég gat ekki hlustað á nein skilaboð né séð hvort einhver hefði hringt meðan ég var úti. Þannig að ef þú hringdir og/eða skildir eftir skilaboð endilega hringdu aftur eða sendu email :)
Þartil næst!