Go to content Go to navigation Go to search

Velkomin(n) á vefsíðu Tinnu Maríu!

Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.

Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.

Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.


Nýjustu fréttir


Kreppan gæti haft slæm áhrif á heilsuna

Friday, 23. January 2009

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að alþjóðlega fjármálakreppan geti haft alvarlegar afleiðingar á heilsu fólks. Óttast er að fólk sem á við geðræn vandamál að stríða muni fjölga, en talið er að margir muni misnota áfengi, tóbak og fíkniefni til að takast á við afleiðingar kreppunnar.

„Þetta hefur gerst áður,“ segir Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO, við upphaf ráðstefnu þar sem fjallað er um áhrif kreppunnar á heilsufar fólks.

„Á tímum efnahagskreppu á fólk það til að sleppa því að leita til sérfræðinga og nýta fremur ríkisstyrkta þjónustu,“ sagði hún og bætti við að heilbrigðiskerfið í mörgum ríkjum væri nú þegar „undir of miklu álagi og fjársvelt.“

Chan sagði jafnframt að á tímum efnahagsþrenginga „eykst hættan á því að fólk hunsi heilsugæsluna alfarið.“

Richard Newfarmer, sem er sérstakur fulltrúi Alþjóðabankans hjá SÞ og Heimsviðskiptastofnuninni, segir að tæplega 60 milljónir manns muni lifa undir fátækramörkum dragist hagvöxtur í þróunarlöndunum saman um helming á þessu ári.

Tekið af mbl.is

Sjónvarpsviðtal á ÍNN

Wednesday, 14. January 2009

Núna í kvöld var ég í viðtali í þættinum Lífsblómið á sjónvarpstöðinni ÍNN.  Þátturinn verður endursýndur á morgun fimmtudag.
Einnig verður hægt að horfa á hann á netinu á heimasíðu INNTV.IS

« Fyrri færslur Næstu færslur »