Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.
Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.
Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.
Nýjustu fréttir
Sunday, 8. February 2009
Jæja þá er ég komin aftur á klakann. Í Portugal var rosa fínt, mikið unnið en lítið leikið…það rigndi allan tímann þannig að það var svo sem í lagi.
Það var æðislega gott og gaman að sjá fólkið aftur og að kynnast nýju fólki. Prógrammið var fámennt en mjög góðmennt. Það voru aðeins 4 skjólstæðingar og allir fengu þeir 3 pör af höndum alla dagana sem var auðvita mjög gott fyrir þá. Í vatninu var unni á hverjum degi, stundum fyrir OG eftir hádegi! Ég hélt að ég myndi breytast í rúsínu :)
Dr. Nuno og konan hans Manuela stóðu fyrir þessu prógrammi og báðu þau mig um að vinna meira með þeim. Hugsunin er þá að halda fleiri svona fámenn prógrömm reglulega yfir árið útí Portúgal og er verið að plana næsta í þessu töluðu orðum :) Ég leyfi ykkur að fylgjast með hvernig þróunin verður á því.
Nóg í bili, þarf að vinda mér í eldamennskuna :)
Friday, 23. January 2009
Jæja nú fer að styttast í það að ég skreppi til Portugals að vinna á meðferðarprógrammi þar. Mestmegnis munum við meðhöndla í vatni þannig að þetta verður yndislegt!
Eins og alltaf reyndar :)
Ég kem aftur 9.febrúar.
Stofan verður þá aftur opin á hefðbundnum tíma, frá 9-16, eða samkv. tímapöntunum.
Erfitt verður fyrir mig að svara síma á meðan dvöl minni stendur í Portugal þannig að best er að senda mér tölvupóst vegna tímapantana eða annara fyrirspurna.
Kær kveðja,
Tinna María
ps. Ef þú ert ekki búin að sjá viðtalið við mig á inntv.is – endilega kíktu á það :)