Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.
Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.
Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.
Nýjustu fréttir
Thursday, 14. May 2009
Grunnnámskeið í heilun verður haldið helgina 6-7 júní, milli 10-16/17 báða dagana.
Námskeiðið er fullt en annað námskeið verður haldið í haust.
Sendu mér línu ef þú vilt fara á biðlista fyrir næsta námskeið :)
Hlakka til að sjá ykkur!
Thursday, 23. April 2009
Nú er sumarið “gengið í garð” og þá er bara að vona að veðrið verði eftir því :)
Það er búið að vera margt í gangi hjá mér, er t.d að flytja stofuna núna í enn betra húsnæði! Myndir koma eftir helgi.
Einnig verður mikið að gerast hjá mér í sumar – þar sem ég er að komast í betra húsnæði mun ég loks fara af stað með heilunar námskeiðin!
Ég er með 16 manns á biðlista þannig að ef að þú ert ein/n af þeim endilega sendu mér línu ef þú hefur enn áhuga. Aðeins 6-8 manns komast á hvert námskeið.
Gleðilegt sumar!
Kær kveðja, Tinna María