Go to content Go to navigation Go to search

Velkomin(n) á vefsíðu Tinnu Maríu!

Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.

Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.

Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.


Nýjustu fréttir


Jólin nálgast óðfluga! :)

Thursday, 26. November 2009

Nú ferð að styttast í hátíðarnar og ekki seinna vænna að huga að gjöfum :)

Hægt er að panta stórfengleg hálsmen eða armbönd sem ég sérhanna til að styðja við lífsgöngu hvers og eins.
Þú segir mér hvað það er sem þig eða einstaklinginn vantar aðstoð við og ég vinn hálsmenið út frá því, t.d. velgengni, betri heilsu, tjáning o.s.f.v.
Ekki þarf að taka fram sérstakan eiginleika en þá stilli ég mig inn á einstaklinginn sem á að fá skartgripinn og skapa það sem styður við hennar lífsgöngu.

Sköpunarferill helgu skartgripana er um 1-2 vikur vegna þeirra aðferða sem ég nota við sköpun – þannig að ekki er gott að panta á síðustu stundu ef gefa á sem gjöf :)

Til að panta þarf að senda mér fullt nafn og fæðingardag.

Silke USAuntitled event-0

img_3927aArmbönd - seld

Einnig býð ég upp á að kaupa gjafabréf  ef þú vilt gefa meðferð eða annað sem ég hef til sölu hjá Orkulind.

Þetta eru sannarlega gjafir sem halda áfram að gefa !

Grunnnámskeið í heilun

Wednesday, 11. November 2009

Hvort helgin hentar ykkur betur fyrir grunnnámskeið i heilu. 28 og 29 nóv eða 5 og 6 des frá kl. 10-16/17 – sendið mér línu :)

« Fyrri færslur Næstu færslur »