Go to content Go to navigation Go to search

Velkomin(n) á vefsíðu Tinnu Maríu!

Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.

Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.

Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.


Nýjustu fréttir


Steinn dagsins – Stellar Beam Calcite

Wednesday, 4. September 2013

Þegar ég renndi augunum yfir steinana mína (sem hafa yfirráð í stofunni hehe) þá nam ég staðar við Stellar Beam calcite.
Stellar beam calcite hefur virkilega fallega orku hún er mjúk en jafnframt mjög öflug. Orkan minnir mig aðeins á herkimer demant í styrk en mýktin er mun meiri.

Stellar beam vinnur aðallega inná sólarplexus, þriðja auga og hvirfilstöð. Hann vinnur mikið með tengingar – tengingar við forna visku, okkar fyrri líf og hærri tengingar. Hann hjálpar okkur við að opna , treysta og hækka orkutíðni okkar svo við getum tengst hærri orkutíðni og móttekið upplýsingar.1291955_10151630392516334_1987388925_o

Grunnnámskeið í heilun helgina 11 og 12.maí næstkomandi!

Wednesday, 3. April 2013

Aðeins 6 manns komast á námskeiðið svo endilega hafðu samband sem fyrst ef þú vilt vera með :)

« Fyrri færslur Næstu færslur »