Go to content Go to navigation Go to search

Upledger Energy Intergration

Energy Integration – Orku samþætting
Energy Integration® eða orku samþætting er kennd á námskeiðum á vegum Upledger stofnunarinnar á Íslandi. Kennarinn sem jafnframt þróaði nálgunina og námskeiðin er Tom McDonough, hann hefur einnig kennt höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð á vegum Upledger stofnunarinnar í Bandaríkjunum.

Energy Integration® samþættir og blandast við þær meðferðir sem þú notar nú þegar, og gefur ramma til að meta út frá og plana áframhaldandi nám/námskeið. Allar meðferðarnálganir eru mjög litaðar af persónuleika, námsaðferð og lífsgildum þeirra sem þær þróa. Þetta er eitthvað sem Tom hefur tekið eftir og hann kvetur meðferðaraðila til að meðvitað þróa þeirra eigin meðferðar nálganir, og staðfesta árangurinn með reglulegu endurmati. Í Energy Integration® er þér kennt, allt frá byrjun, að staðfesta orkuvinnu á líkamanum. Þetta eykur ekki aðeins sjálfsöryggi, heldur gefur þér einnig aðferð sem sífellt eykur hæfni þína. Því betur sem þú gerir þér grein fyrir og skilur hvernig þú vilt nálgast skjólstæðinga þína, því auðveldara verður fyrir þig að ákveða leið þína í faglegum þroska og símenntun.

Þróun Energy Intergration®
Það er náttúruleg þróun í líkamsmeðferð frá því grófara til hins fínna, frá efni til orku, frá því að veita meðferð til þess að styðja við sjálfsheilun viðkomandi, frá því að yfirvinna mótstöður til þess að vinna traust. Þegar við lærum að hlusta á vefinn, þá er nýr heimur fíngerðra takta og krafta afhjúpaður fyrir okkur.
Þegar Tom nam og skoðaði þennan orkuþátt bæði í fræðunum og á skjólstæðingum sínum, sá hann tengingar sem hann hafði ekki tekið eftir áður. Greining og meðferð á skjólstæðingum hans varð árangursríkari, og hann gat betur samþætt allar þær nálganir sem hann hafði lært í eina nálgun sem varð Energy Intergration®.

Frá Energy Intergration® séð, er efnislíkaminn einfaldlega fastara form orkulíkamans. Ef það er “hindrun” í vef eða himnu, þá er hindrun í orkunni, og öfugt. Læknisfræðileg módel eins og Kínversk læknisfræði eða Ayurvedic lækningar hafa þekkt og viðurkennt þennan orkuþátt líkamans yfir þúsundir ára. Þegar þreyfi hæfni/næmni okkar þroskast, þróum við getu til að finna þessi fínu spennumynstur og hindranir í himnum og orku líkamans. Á Energy Integration® námskeiðunum er lagt upp úr því að vinna á þessum snertipunkti orku og efnis, með áherslu á að staðfesta niðurstöður og árangur bæði í orkunni og vefnum. Í gegnum himnukerfi líkamans, orku og hreyfingu, er hreyft við kundalini í samhljóma við náttúrulega takta líkamans. Þetta hvetur til náttúrulegs flæðis heilbrigðara, jarðtengdara og heilsteiptara lífs.

Energy Intergration® og fjölskyldukerfi
Þegar þú hefur lært að meta orkuþáttinn í vinnunni, bæði sem greiningar og meðferðar tæki, mun nýr heimur opnast fyrir þér. Dæmi um þetta er eitthvað sem við sjáum í fjölskyldukerfum. Þegar aðferðum orkusamþættingar er beitt, tekur meðferðaraðili eftir spennumynstrum sem oft einkenna alla fjölskylduna. Fjölskyldumeðlimir hafa tilhneigingu til að deila sömu mynstrum, erfðarfræðilega, sálfræðilega, vefjafræðilega og orkulega. Oft eru þetta fíngerð mynstur og án einkenna. Best er að meðhöndla þau orkulega á snertipunkti orku og efnis. Tom leggur mikla áherslu á að þá sé öll fjölskyldan meðhöndluð. Sem dæmi ef meðhöndla á barn, þá er nóg að meðhöndla aðra fjölskyldumeðlimi í 5 mínútur og meðhöndla síðan barnið á eftir. Ef þetta er ekki gert er hætta á að barnið taki aftur upp spennumynstrið frá öðrum fjölskyldumeðlimum og árangur meðferðarinnar verði því ekki varanlegur.

Það sem Energy Intergration® kennir þér
· Taka hæfni þína til greiningar og meðferðar upp á næsta þrep.
· Bæta áhrif okkar og árangur með hvern skjólstæðing.
· Samþætta orkuvinnu inn í líkamsmeðferð okkar.
· Vinna öruggt og árangursríkt á snertipunkti orku og efnis.
· Koma líkama skjólstæðings skjótt í starfhæfara jafnvægi og hvetja heilun.
· Hámarka hug/líkama áhrif til að losa upp hindranir í vefnum.
· Vekja náttúrulegt flæði kúndalíni og lífsorku til að stuðla að góðri heilsu og heilbrigði.

Til að tryggja og viðhalda stuðning við meðferðaraðila, og móta námsstefnu til að hjálpa nemendum að ná árangri í þessari vinnu, þá er boðið upp á Energy Intergration® í nokkrum áföngum. Sem eru m.a. Energy Intergration I, Energy Intergration II, Energy Intergration og Feng Shui, og Heilsu og persónuþroska prógramm. Í Energy Intergration® er hlutverk orku í líkams vinnu, fjölskuldukerfum og umhverfi skoðað og það að ná persónulegum þroska.

Energy Intergration® er námskeið sem hentar, hvort sem er fyrir vanan meðhöndlara eða fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í vinnu með mannslíkamann. Tom McDonough Ph.D Holistic Health, B.S. Chemistry, CST, CMT, NCBTMB, hefur yfir 25 ára reynslu í heildrænni vinnu með líkama og sál og persónulegan þroska.

Energy Intergration® er frábært námskeið þar sem m.a. er kennt að greina og meðhöndla hindranir í efnislíkama og orkulíkama. Kennt er að vinna með orkulíkama líffæra, orkustöðvar og tengls orkustöðva við innkirtlakerfin, unnið er með orkubrautir og nálastungupunkta. Kennt er að finna hámörkunar punktinn (High Leverage point), þegar unnið er með þann punkt er losað um spennumynstur í orku og efnislíkama. Þannig spannar námskeiðið allt frá því að þjálfa næmni til að greina orkusvið og orkuflæði, til þess að meðhöndla mjög árangursríkt á skömmum tíma. Áhersla er lögð á að fá bæði árangur í að breyta lífeðlisfræði þ.e. starfsemi líkamans og hugsun þ.e. að viðkomandi fái innsæi. Hugur og líkami er ein heild, ef við fáum innsæi í vandamál okkar en það fylgir ekki samsvarandi breyting í lífeðlisfræðinni, þá náum við ekki að breyta hegðun okkar, eða ef við náum því þá mun það ekki endast. Ef við náum breytingu í lífeðlisfræðinni en án samsvarandi innsæis gerist það sama, árangur endist ekki. Orkusamþætting vinnur með persónuna sem heild, notar nálganir sem vinnur með alla þætti lífsins, til að örva umbreytingu á öllum sviðum. Þær umbreytingar hafa áhrif á lífsstíl og örva heilsu og persónulegan þroska. Þetta námskeið eykur árangur meðferðarvinnu við skjólstæðinga svo um munar.

Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á heimasíðu Tom McDonough

www.mbassociates.com

—-

Tekið af síðu Upledger stofnunarinn á Íslandi, http://upledger.is/greinar.htm

http://www.upledger.com/class/other-ei.htm