Almenn atriði
Erfitt er að segja til um hversu mörg skipti þarf til að ná þeim árangri sem óskað er eftir en hvert skipti sem komið er gengur skjólstæðingurinn út með betri virkni og starfshæfara orkukerfi en áður.
Oft þarf að breyta lífsvenjum og mataræði til að hjálpa líkamanum að lækna sjálfan sig fullkomlega en hvert skipti gerir gagn.
Ég reyni einnig alltaf að finna út hvað skjólstæðingurinn getur gert sjálfur til að hjálpa til í ferlinu.
Þegar meðferð fer fram geta ýmsar tilfinningar gert vart við sig, ýmsar tilfinningar fundist í líkamanum eða myndir, litir eða tákn komið fram í huganum. Það er mjög eðlilegt og gefur til kynna að úrvinnsla sé í gangi. Einnig getur verið að þú finnir ekki fyrir neinu en það er líka eðlilegt. Undirmeðvitund manna vinnur á margbreytilegan hátt.
Ég vinn mikið með englum og oft vinna með mér aðrar ljósverur.