Hugleiðsla
Góð fyrir líkama og sál!
hugleidsla_tinna-maria_gardurinn.mp3
Það eru margar leiðir til að hugleiða! Auðveldasta leiðin fyrir byrjendur að fara leidda hugleiðsu, t.d. með því að láta einhvern lesa fyrir sig textann eða lesa inn á spólu textann og nota hann svo til að hugleiða eftir.
Nauðsynlegt er þegar þú ert “byrjandi” er að koma í veg fyrir að maður verði fyrir truflun, allt sé hljótt í kringum þig og slökkt á símum. Einnig er mikilvægt að vera ekki í tímaþröng því það getur komið í veg fyrir að þú náir fullkomnri ró. Til að hjálpa til við að koma sér í hugleiðsluástand er gott að brenna reykelsi, t.d. er sandalviður mjög góður og/eða leyfa mildri hugleiðslutónlist að spila í bakgrunninum.
Hérna er grunnur að stuttri hugleiðslu.
1. Sestu niður í þæginlegan stól með beint bak og lokaðu augunum.
2. Slakaðu á, byrjaðu á því að spenna og slaka á öllum vöðvum í líkamanum, einn í einu, byrjað frá höfði – eyru, augu, munnur,nef og fikraðu þig síðan niður allan líkamann, axlir, háls, handleggir, hendur, fingur, brjóst, kviður, fótleggir, fætur, tær.
Þú finnur muninn á slökun og spennu og líkami þinn slakar á. Finndu hvernig allur líkaminn er orðinn þæginlega afslappaður og hugur þinn rólegur.
3. Þegar þú ert kominn í þæginlegt afslappað ástand, sjáðu þá fyrir þér í huganum að þú sért að ganga í skógi. Taktu eftir umhvrefinu í kringum þig, litunum, lyktinni.. Þú gengur eftir stig á milli trjánna þar til að þú kemur að stóru hliði.
4. Þú stoppar aðeins fyrir framan hliðið áður en þú opnar það, taktu eftir því hvernig það lítur út, er það út tré eða járni, hvernig er það á litinn, þú teygir þig að hliðinu og opnar það, hvernig er það viðkomu, hlýtt eða kalt. Þú gengur inn.
5. Nú ertu kominn inn á griðar staðinn þinn, stað sem þú getur alltaf farið á þegar þú vilt slaka á eða ef þig vantar hjálp, vernd eða þarft bara griðarstað til að hvíla lúin bein
6. Þessi garður lítur allveg eins út og þú vilt, kannski er þetta ekki garður heldur inngangur að stórfenglegri höll! Þetta er staðurinn þinn. Þarna getur ekkert illt skaðað þig. Taktu eftir umhverfinu, litum, ilm, hljóði….
Þarna getur þú komið til að hitta verndardýr/ leiðbeinendur eða jafnvel liðna ættingja.
Þarna getur þú beðið um að hitta einhvern sem getur svarað spurningum þínum. Hlustaðu bara mjög vel eftir svörunum því oft eru þau ekki bein svör heldur myndir, tákn, orð, lykt eða kannski heil setning.
Gleymdu bara ekki að þakka þeim sem þú hittir fyrir að hafa komið til þín og talað við þig.
7. Þegar þú ert tilbúin að snúa aftur úr hugleiðslunni sjáðu þá fyrir þér að þú gengur aftur út um dyrnar og gengur aftur sama stíginn til baka þartil þú finnur að þú ert að verða meira og meira vör um sjálfa/n þig og umhverfið.