Steinn dagsins – Stellar Beam Calcite
Wednesday, 4. September 2013
Þegar ég renndi augunum yfir steinana mína (sem hafa yfirráð í stofunni hehe) þá nam ég staðar við Stellar Beam calcite.
Stellar beam calcite hefur virkilega fallega orku hún er mjúk en jafnframt mjög öflug. Orkan minnir mig aðeins á herkimer demant í styrk en mýktin er mun meiri.
Stellar beam vinnur aðallega inná sólarplexus, þriðja auga og hvirfilstöð. Hann vinnur mikið með tengingar – tengingar við forna visku, okkar fyrri líf og hærri tengingar. Hann hjálpar okkur við að opna , treysta og hækka orkutíðni okkar svo við getum tengst hærri orkutíðni og móttekið upplýsingar.
Grunnnámskeið í heilun helgina 11 og 12.maí næstkomandi!
Wednesday, 3. April 2013
Aðeins 6 manns komast á námskeiðið svo endilega hafðu samband sem fyrst ef þú vilt vera með :)