Go to content Go to navigation Go to search

Steinn dagsins – Lemurian seed crystal

Thursday, 5. September 2013

Steinn dagsins er Lemurian seed crystal.

Ég virðist vera mikið dregin þessa dagana að steinum sem hjálpa við að tengja við forna visku þarsem Lemurian seed crystal hjálpar einmitt við að tengja við visku Lemuria.
Orkan hans er svo mjúk og umvefjandi, svolítið eins og umvefjandi kærleiksorkan milli móðurs og barns.
Lemurian seed crystal vinnur þó helst á hvirfilstöð og hjartastöð þarsem hann hjálpar okkur að heila okkar innra barn og græða djúp sár. Hann hjálpar okkur að  opnast gagnvart kærleiksorkunni svo við séum tilbúin að móttaka og tengjast sálinni  svo við getum betur séð leið okkar í þessu lífi og til að get tengst  visku og orku Lemuria og miðlað henni. Lemurian seed crystal er dásamlega heilandi fyrir sálina :)

IMAG2981

Steinn dagsins – Stellar Beam Calcite

Wednesday, 4. September 2013

Þegar ég renndi augunum yfir steinana mína (sem hafa yfirráð í stofunni hehe) þá nam ég staðar við Stellar Beam calcite.
Stellar beam calcite hefur virkilega fallega orku hún er mjúk en jafnframt mjög öflug. Orkan minnir mig aðeins á herkimer demant í styrk en mýktin er mun meiri.

Stellar beam vinnur aðallega inná sólarplexus, þriðja auga og hvirfilstöð. Hann vinnur mikið með tengingar – tengingar við forna visku, okkar fyrri líf og hærri tengingar. Hann hjálpar okkur við að opna , treysta og hækka orkutíðni okkar svo við getum tengst hærri orkutíðni og móttekið upplýsingar.1291955_10151630392516334_1987388925_o

Næstu færslur »