Go to content Go to navigation Go to search

Geymt en ekki gleymt

Wednesday, 11. September 2013

Mæli með að horfa á þennan stutta TED fyrirlestur um áföll

Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð vinnur einmitt með líkamanum í að vinna úr áföllum hvort sem þau eru meðvituð eða ekki.

http://www.youtube.com/watch?v=svX3fEdVTLQ

Steinn dagsins er Dioptase

Monday, 9. September 2013

Þegar ég fór að ná mér í ákveðin stein til að hugleiða með í morgun fann ég hann ekki en í stað hans kallaði Dioptase á mig svo steinn dagsins er Dioptase.

Dioptase er dásamlega fallega grænn. Hann vinnur mjög djúpt inn á hjartastöðina og æðri hjartastöðina alla leið inn á sálar level. Hann vinnur mikið inn á karmiskar tengingar og hjálpar okkur að sjá fram úr föstu mynstri til þess að við getum fyrirgefið, sleppt og haldið áfram. Hann hjálpar okkur að græða djúpstæð hjartasár og áföll sem snerta hjartað og okkar tilfinningar á djúpan hátt.

Hann er sagður gráta fyrir þá sem geta ekki grátið…hversu fallegt er það :)

« Fyrri færslur Næstu færslur »