Steinn dagsins – Lemurian seed crystal
Thursday, 5. September 2013
Steinn dagsins er Lemurian seed crystal.
Ég virðist vera mikið dregin þessa dagana að steinum sem hjálpa við að tengja við forna visku þarsem Lemurian seed crystal hjálpar einmitt við að tengja við visku Lemuria.
Orkan hans er svo mjúk og umvefjandi, svolítið eins og umvefjandi kærleiksorkan milli móðurs og barns.
Lemurian seed crystal vinnur þó helst á hvirfilstöð og hjartastöð þarsem hann hjálpar okkur að heila okkar innra barn og græða djúp sár. Hann hjálpar okkur að opnast gagnvart kærleiksorkunni svo við séum tilbúin að móttaka og tengjast sálinni svo við getum betur séð leið okkar í þessu lífi og til að get tengst visku og orku Lemuria og miðlað henni. Lemurian seed crystal er dásamlega heilandi fyrir sálina :)