Steinn dagsins er Elestial Aquamarine
Sunday, 22. September 2013
Aquamarine er ljósblár og afskaplega róandi og fallegur. Hann vinnur aðallega inná hálsstöðina varðandi að tjáningnu og að tjá sinn sanna vilja. Hann er afskaplega kælandi (orkulega)og er því góður í heilun þegar á slíkri orku er þörf og einnig er hann góður þegar eymsli eru í hálsi svo sem hálsbólga já eða bólgur hvar sem er.
Hann slakar á taugakerfinu með sínum róandi eiginleikum og auðveldar djúpslökun og er því gott fyrir þá sem eiga erfitt með slökun að liggja með aquamarine.
Hann hefur einnig róandi áhrif á skap.
Það að hann sé elestial lyftir í raun allri hans virkni bara á hærra plan – tíðnin hans hækkar og tengir hann hærra upp svo orkan sem hann miðlar er á hærra tíðnistigi. Það gerir hann líka mjög tengdan engla orkunni og eykur á guðdómlegan kærleik sem hann miðlar til okkar.
Steinn dagsins er Rhodizite
Friday, 20. September 2013
Rhodizite er pinku ponsu lítill en gífulega magnaður! Ég man þegar við vorum með verslunina Gjafir Jarðar þá hafði ég mjög gaman að því að leyfa fólki að prófa að halda á Rhodizite því þrátt fyrir smæð þá finnur maður veeeeel fyrir honum
Hann er s.s gífulega kraftmikill og vinnur inn á allar orkustöðvarnar – hreinsar og hleður. Rhodozite er einnig rosalegur magnari, hann magnar þá orku sem hann er í kringum/sem er beint að honum – því er rosalega gott að nota hann með öðrum steinum til að styrkja virkni þeirra enn meira (t.d við heilun) eða bara nota hann til að styrkja mans eigin orku í ákveðna átt t.d við hugsköpun eða þegar verið að að vinna að ákveðnu takmarki eða með ákveðna orku.
Rhodozite er einn af þeim sem aldrei þarf að “hreinsa”