Góða helgi!
Friday, 12. June 2009
Síðust helgi hélt ég grunnámskeið í heilun og gekk það mjög vel og var virkilega skemmtilegt. Ég vil aftur þakka ykkur öllum sem voru með mér á námskeiðinu fyrir skemmtilega helgi :)
Ég er búin að hafa mjög mikið að gera undanfarnar 3 vikur, bæði á stofunni og svo að halda námskeið og vera aðstoðarkennari á höfuðbeina og spjaldhr. námskeiði og finn ég að það hefur tekið aðeins toll af mér. Hvað þýðir það – nú það þýðir að þessi helgi verður tekin í afslöppun og notalegheit þannig að ég komi aftur sterk inn eftir helgi! ;)
Ég er alltaf að bæta inn á síðuna annars lagið en gleymi stundum að láta vita hér þannig að oft er sniðugt að skoða aðeins og sjá hvort þú rekist ekki á eitthvað nýtt. Núna var ég einmitt að bæta aðeins við á bókalistann þeas. bækur sem ég mæli með.
Ég mun halda annað grunn námskeið í heilun í haust og ég er byrjuð að skrá á það.
Að lokum – ég er búin að stofna grúppu á Facebook, endilega skráið ykkur þar.
Þar til næst! :)
Þessa dagana..
Friday, 29. May 2009
Núna er ég næstum því búin að koma mér fyrir á nýja staðnum, á bara eftir að kaupa nýjar gardínur og fínpússa – ég birti myndir hér á síðunni þegar allt er komið :)
Þessa dagana er ég svo að aðstoða á höfuðbeina og spjaldhr. námskeiði – frá fimt. til sunnudags. Þetta mun vera í 4 skiptið sem ég geri það en það er alltaf jafn gaman og þetta er rosa góður hópur!
Næstu helgi verð ég svo sjálf með grunnnámskeið í heilun en það er full bókað eins og er en ég tek nöfn á biðlista ef eitthvað skyldi detta út og einnig fyrir næsta námskeið sem verður haldið í haust.
Eitthvað hefur líka bæst við á síðuna, t.d umsagnir og eitthvað flr.
Annars er það bara business as usual :)
Kær kveðja,
Tinna María