Kreppan gæti haft slæm áhrif á heilsuna
Friday, 23. January 2009
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að alþjóðlega fjármálakreppan geti haft alvarlegar afleiðingar á heilsu fólks. Óttast er að fólk sem á við geðræn vandamál að stríða muni fjölga, en talið er að margir muni misnota áfengi, tóbak og fíkniefni til að takast á við afleiðingar kreppunnar.
„Þetta hefur gerst áður,“ segir Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO, við upphaf ráðstefnu þar sem fjallað er um áhrif kreppunnar á heilsufar fólks.
„Á tímum efnahagskreppu á fólk það til að sleppa því að leita til sérfræðinga og nýta fremur ríkisstyrkta þjónustu,“ sagði hún og bætti við að heilbrigðiskerfið í mörgum ríkjum væri nú þegar „undir of miklu álagi og fjársvelt.“
Chan sagði jafnframt að á tímum efnahagsþrenginga „eykst hættan á því að fólk hunsi heilsugæsluna alfarið.“
Richard Newfarmer, sem er sérstakur fulltrúi Alþjóðabankans hjá SÞ og Heimsviðskiptastofnuninni, segir að tæplega 60 milljónir manns muni lifa undir fátækramörkum dragist hagvöxtur í þróunarlöndunum saman um helming á þessu ári.
Tekið af mbl.is
Sjónvarpsviðtal á ÍNN
Wednesday, 14. January 2009
Núna í kvöld var ég í viðtali í þættinum Lífsblómið á sjónvarpstöðinni ÍNN. Þátturinn verður endursýndur á morgun fimmtudag.
Einnig verður hægt að horfa á hann á netinu á heimasíðu INNTV.IS