Vinnuferð til Portugals
Friday, 23. January 2009
Jæja nú fer að styttast í það að ég skreppi til Portugals að vinna á meðferðarprógrammi þar. Mestmegnis munum við meðhöndla í vatni þannig að þetta verður yndislegt!
Eins og alltaf reyndar :)
Ég kem aftur 9.febrúar.
Stofan verður þá aftur opin á hefðbundnum tíma, frá 9-16, eða samkv. tímapöntunum.
Erfitt verður fyrir mig að svara síma á meðan dvöl minni stendur í Portugal þannig að best er að senda mér tölvupóst vegna tímapantana eða annara fyrirspurna.
Kær kveðja,
Tinna María
ps. Ef þú ert ekki búin að sjá viðtalið við mig á inntv.is – endilega kíktu á það :)
Kreppan gæti haft slæm áhrif á heilsuna
Friday, 23. January 2009
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að alþjóðlega fjármálakreppan geti haft alvarlegar afleiðingar á heilsu fólks. Óttast er að fólk sem á við geðræn vandamál að stríða muni fjölga, en talið er að margir muni misnota áfengi, tóbak og fíkniefni til að takast á við afleiðingar kreppunnar.
„Þetta hefur gerst áður,“ segir Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO, við upphaf ráðstefnu þar sem fjallað er um áhrif kreppunnar á heilsufar fólks.
„Á tímum efnahagskreppu á fólk það til að sleppa því að leita til sérfræðinga og nýta fremur ríkisstyrkta þjónustu,“ sagði hún og bætti við að heilbrigðiskerfið í mörgum ríkjum væri nú þegar „undir of miklu álagi og fjársvelt.“
Chan sagði jafnframt að á tímum efnahagsþrenginga „eykst hættan á því að fólk hunsi heilsugæsluna alfarið.“
Richard Newfarmer, sem er sérstakur fulltrúi Alþjóðabankans hjá SÞ og Heimsviðskiptastofnuninni, segir að tæplega 60 milljónir manns muni lifa undir fátækramörkum dragist hagvöxtur í þróunarlöndunum saman um helming á þessu ári.
Tekið af mbl.is