Betra seint en aldrei!
Monday, 15. September 2008
Jæja! Það er allt búið að vera á fullu hjá mér, þetta ár varð ekki jafn rólegt og á horfðist – en gaman er það! :)
Að sökum anna er ég ekki allveg viss um hvort ég geti haldið námskeiðið í september – en ég ætla að reyna! Hvort sem það verður haldið núna eða seinkað tímabundið þá kemur það fram á þessari síðu von bráðar.
Núna í október þá eru Intigrative Intentions aftur á leið til landsins með 5 daga meðferðaprógramm í Bláa Lóninu, það verður frábært! Enn eru 1-2 laus pláss á prógramminu skilst mér.
Í lok október fer ég svo aftur út! Núna er ferðinni heitið til New Mexico þar sem ég mun byrja á því að vinna á stofu vinkonu minnar Katiu og eftir það taka þátt í öðru meðferðarprógrammi sem haldið verður í aðal bækistöðvum Integrative Intentions :) Eftir það ætla ég svo að skutlast yfir til St.Louis með vinkonum mínum Sue og Deirdre þarsem við munum vinna saman í nokkra daga áður en ég sný aftur til Íslands.
Lífið er yndislegt! :)