Go to content Go to navigation Go to search

Írland

Monday, 12. May 2008

Jæja nú fer að koma að því að ég fari til Írlands. Þar mun ég vinna í 2 vikur en fljúga svo yfir til Svíþjóðar að heimsækja eiginmann minn sem er þar að klára MS nám. Heimkoma er ekki allveg ákveðin en verður líklegast í kringum 9.júní.

Ég verð að vinna allveg til brottfaradags en skiljanlega er ekkert laust hjá mér fyrr en ég kem heim í júní.
Þar sem margir bíða eftir heimkomu minni vil ég benda þér á að ef þú vilt fá tíma hjá mér að senda mér tölvupóst sem fyrst svo að þú þurfir ekki að bíða mjög lengi eftir því að komast að.

Ég mun ekki taka við símtölum meðan ég er úti en þú getur lesið inn skilaboð í talhólfið sem ég svo svara þegar ég kem aftur. Lang best er þó að senda mér bara línu því ég mun líklega geta svarað tölvpósti meðan ég er erlendis.

Sjáumst eftir tæpan mánuð! :)