Gefðu einstaka gjöf
Wednesday, 5. December 2007
Hægt er að panta stórfengleg hálsmen eða armbönd sem ég sérhanna til að styðja við lífsgöngu hvers og eins.
Þú segir mér hvað það er sem þig eða einstaklinginn vantar aðstoð við og ég vinn hálsmenið út frá því, t.d. velgengni, betri heilsu, tjáning o.s.f.v.
Ekki þarf að taka fram sérstakan eiginleika en þá stilli ég mig inn á einstaklinginn sem á að fá skartgripinn og skapa það sem styður við hennar lífsgöngu.
Sköpunarferill helgu skartgripana er um 2 vikur vegna þeirra aðferða sem ég nota við sköpun – þannig að ekki er gott að panta á síðustu stundu ef gefa á sem gjöf :)
Til að panta þarf að senda mér fullt nafn og fæðingardag.
Þetta er sannarlega gjöf sem heldur áfram að gefa !
Nýjir steinar í steinabók og fleira..
Friday, 30. November 2007
Ég er búin að bæta við mörgum nýjum steinum í steinabókinni, t.d. Cavansite – Charoite – Healer’s gold – Moldavite – Fulgurite og margir fleiri.
Einnig eru nýjar umsagnir, tenglar, síða þar sem kemur fram umþb. hvaða steina ég hef til sölu hverju sinni, sér síða fyrir sérhönnuðu skartgripina og fleira.
Nú er einnig hægt að finna “English version” síðu sem ég á eftir að vinna í meira og stækka með tímanum.
Orkulind.is heldur áfram að vaxa og dafna og kann ég vel að meta allar uppástungur og athugasemdir :)
Góða helgi!