Helgin liðin..
Monday, 19. March 2007
Eins og ég var búin að minnast á áður þá var ég aðstoðarkennari á höfuðbeina-og spjaldhryggjar námskeiði núna 15-18 mars og var það allveg frábært! Námskeiðið gekk rosalega vel og allir nemendurnir voru frábærir og kennarinn algjör snilld :)
Ef þú hefur áhuga á að kynna þér höfuðbeina og spjaldh. mæli ég með því að byrja á því að koma í tíma og upplifa meðferðina frá fyrstu hendi. Þeir sem vilja svo kynna sér meðferðina enn betur en eru ekki tilbúnir að fara strax á námskeið mæli ég eindregið með því að fara á 1 dags kynningarnámskeið í fræðunum, en þar eru t.d. allar þverhimnulosanirnar kenndar þannig að maður fær mjög gott verkfæri upp í hendurnar bara við það að fara á kynninguna!
Að lokum langar mig að benda á að nýjar umsagnir eru komnar á síðuna…
Mig langar að bæta einu við.. Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hefur reynst sérstaklega vel við meðhöndlun ungbarna, t.d. magakveisa, eyrnabólga, svefnörðuleikar og annar vanlíðan. Því fyrr sem börn eru meðhöndluð því skjótari árangur.
Hjálparhendur
Wednesday, 14. March 2007
Hjálparhendur er frábært verkefni sem Upledger stofnunin stendur að. Tilgangur verkefnisins er að auka umhyggju og umburðarlindi barna í garð hvors annars og þar með koma í veg fyrir einelti og stríðni. Verkefnið er ætlað elstu bekkjum í leikskóla og yngstu bekkjum í grunnskóla og er kennt skólunum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á síðu Upledger á Íslandi.
Ég mæli eindregið með því að þú hafir samband við mig eða hjalparhendur@upledger.is til þess að panta heimsókn í þinn leik/skóla – því þetta er aldeilis verðugt verkefni og þegar við stöndum saman getum við breytt heiminum til hins betra.
Í tengslum við verkefni var þýdd bók yfir á íslensku sem heitir Hjálparhendur. Hún er afar vel gerð og einstaklega skemmtileg barnabók sem ber góð skilaboð. Bókin er til sölu á stofunni minni og kostar 2.250kr.