Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð – Frábær helgi!
Monday, 20. August 2007
Alla helgina var ég að vinna sem þerapisti á “mini – intensive” meðferðarprógrammi. Það var yndislegt – mikil vinna átti sér stað hjá skjólstæðingunum og gekk helgin rosalega vel. Þarna var fólk á öllum aldri – hreint frábært hópur! Fyrir þá sem sem lesa þetta og voru í prógramminu vil ég bara þakka ykkur aftur kærlega fyrir traustið sem þið sýnduð okkur – það var virkilega ánægjulegt að kynnast ykkur og ég vona að þið hafið það sem allra allra best :)
Svona 2 daga prógrömm á víst að halda nokkuð reglulega þannig að ef að þú hefur áhuga á að koma á svona prógramm hafðu þá samband við mig.
Einnig mun vera 5 daga prógram hér á Íslandi í mars og svo aftur í október 2008 – bæði haldin í Bláalóninu. Þau prógrömm eru samvinna Upledger á Íslandi og Integrative Intentions og er sama prógram og ég fór út til USA til að taka þátt í. Á þessi prógrömm koma bæði íslenskir og erlendi skjólstæðingar og meðferðaraðilar. Erlendu meðferðaraðilarnir eru stór hópur einstaklega hæfileikaríkra einstaklinga með mikla reynslu sem er virkilega ánægjulegt að vinna með og umgangast. Takmarkað af plássum er á þessi prógrömm – ef þú hefur áhuga endilega hafðu samband við mig.
Þartil næst! :)