Skráður græðari!
Sunday, 20. May 2007
Loksins loksins!
Ég má löglega kalla mig Græðara skv. lögum nr. 34/2005 og reglugerðum nr. 876/2006, 877/2006. – þeas. ég er komin á skrá í skráningakerfi Bandalags Íslenskra Græðara, sem samþykkt er af heilbrigðisyfirvöldum.
Ferðasagan og fleira…
Thursday, 17. May 2007
Jæja! Þá er ég komin aftur frá Indiana þar sem ég tók þátt í meðferðarprógrammi fyrir börn.
Börnin voru á aldrinum 22 mánaða til 14 ára og komu þau útaf mörgum ástæðum t.d. voru nokkur greind með einhverfu – athyglisbrest – ofvirkni – traumatiskar/erfiðar fæðingar – miklir erfiðleikar í æsku – þroskahömlun oflr. Unnum við í vatni, á bekk og með Dusty (yndislegur hestur sem hjálpaði mörgum börnum – Equine therapy)
Þetta var hreint ólýsanleg reynsla þar sem mörg “kraftaverk” gerðust :)
Við fengum allveg yndislegt veður og kom ég sólbrennd og sæl tilbaka.
Þetta er allveg yndislegur hópur af mjög hæfileikaríkum meðferðaraðilum sem allir vinna út frá hjartanu og því var umhverfið allveg einstaklega kærleiksríkt og öllum leið allveg einstaklega vel. To my CTP family – I love you guys!
CST 1
25-28 maí mun ég svo vera aðstoðakennari á CST1 námskeiðið sem verður haldið á Akureyri (fyrsta stig höfuðbeina og spjald), námskeiðið er kennt á íslensku og enn eru laus pláss. Hafið samband við Upledger á Íslandi til að skrá ykkur ! Sjáumst þar :)
Kær kveðja,
Tinna María