Go to content Go to navigation Go to search

Vá!

Friday, 2. March 2007

Jæja, er komin aftur í bæinn eftir dvölina fyrir norðan á ADVI námskeiði í höfðbeina og spjald. Þetta var æðislegt námskeið – mikil vinnsla átti sér stað og kem ég heim betri og hamingjusamari manneskja :)
Ég endaði svo ævintýrið með að fara á Clinical Symposium sem haldið var á Hótel Loftleiðum og fékk ég að aðstoða Chas, Kat og Hank (ADV kennarana) í einu “sessioninu” þar sem verið var að meðhöndla heila fjölskyldu í einu – það var mjög góð og falleg upplifun sem ég lærði mikið af. Þessi reynsla ýtti enn meira undir trú mína á því að best sé að meðhöndla sem flesta í kringum einstaklinginn sem kemur til meðferðar því það eykur líkurnar á að bati til frambúða getur átt sér stað. Í framtíðinni vona ég að ég geti verið með 2 bekki þannig að ég geti meðhöndlað t.d. móður og barn á sama tíma.
Svo mér til mikillar ánægju buðu Chas og Kat mér að koma út til að aðstoða þau á námskeiði sem þau halda í Bandaríkjunum á þessu ári ! Meira um það síðar :)

Einnig mun ég aðstoða á næsta CST1 námskeiði sem haldið verður í mars 14-18 mars. En þetta er einmitt fyrsta höfuðbeina og spjaldhryggjar námskeiðið sem fram fer á íslensku og er kennarinn sú eina og sanna Erla okkar! Nánari upplýsingar um höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð má finna á síðunni minni eða á síðu Upledger stofnunarinnar á Íslandi.
Ég get auðvita ekki annað en mælt með því að fólk sæki þetta námskeið – þetta er svo FRÁBÆRT meðferðarform sem hægt er að nota á ALLA fjölskylduna, líka dýrin :)
Jæja, nóg í bili!

Tinna María

Næstu færslur »