3 dagar!
Thursday, 15. February 2007
Jæja núna eru aðeins 3 dagar í Advanced höfuðbeina og spjald. námskeiðið sem mig er búið að lengja eftir. Það verður haldið á friðsælum stað fyrir norðan og munum við vinna frá morgni til kvölds! Æðislegt :)
Hér er linkur yfir á síðu National Geographic þarsem birtis ljósmynd og stutt frétt um höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð.
Hér er líka linkur yfir á grein sem skrifuð var af konu um hvernig kristin trú og orkuvinna fer saman. Hún er sjálf mjög trúuð kona og skrifar til þeirra sem eru strangtrúaðir. Greinin er á ensku.
Ég vil líka benda ykkur á það að ef ykkur vantar upplýsingar um einhverja steina, hvern sem er, endilega sendið mér tölvupóst og ég bæti því inn í steinabókina mína hér á netinu.
Eitthvað hefur líka bæst inn á síðuna af umsögnum frá skjólstæðingum mínum.
Nóg í bili :)
Tinna María