Steinn mánaðarins – Larimar
Sunday, 15. October 2006
Ég hafði hugsað mér að taka fyrir í hverjum mánuði stein eða kristal og birta stuttan pistil um hann. Ég ætla að byrja á Larimar en það er yndislegur steinn sem kemur aðeins frá einum stað á jörðinni, Karabísku eyjunum. Þessi staðreynd gerir hann frekar dýrann en ég var svo heppin að ná mér í nokkra hráa Larimar á mjög góðu verði þegar ég var úti en ég á aðeins 1 eftir.
Larimar færir okkur svörin frá hafsjó undirmeðvitundarinnar. Blái litur Larimar endurspeglar hafsjó alheimsvitundarinnar sem gefur okkur frelsi frá sjálfsettum hömlum og friðartilfinningu er maður eltir sannleikann. Larimar tengir okkur við öll dýr hafsins og er því mikil hjálp ef vinna þarf með þau en þá sérstaklega samskipti við höfrunga. Hann vinnur með hálsstöðina og eykur getur okkar í samskiptum og við að tjá okkur. Hann er einkum góður ef vinna þarf á frumustigi eða í öðrum “víddum” og ef vinna þarf með hjartastöðina. Larimar örvar hjartastöðina og hærri orkustöðvar. Hann færir manni ró og hugarkyrrð. Hann róar órólega auka orku og kemur á jafnvægi. Hann vinnur með hálsinn og efri öndunarkerfi. Hann hjálpar manni að vera ákveðinn í sínum eigin krafti en um leið í ró og yfirvegun.