Komin heim!
Thursday, 28. September 2006
Jæja þá er ég komin heim eftir 10 daga dvöl í UK. Ég held að ég hafi bara aldrei náð að nýta tíman minn jafn vel og í þessari ferð! Hver dagur var þétt pakkaður til þess að ég gæti lært sem mest á þessum tíma :)
Ég er semsagt komin með Virtual Scanning hingað heim og er byrjuð að vinna með hana niður í Orkulind. Þetta hefur byrjað mjög vel og er ég ekki hissa vegna þess að mjög fljótlega á námskeiðinu sá ég og sannfærðist um hversu merkileg þessi tækni er og hvað hún getur hjálpað ótrúlega mikið við “greiningu” og meðferð. Núna er ég á fullu að vinna í því að þýða efni/greinar/rannsóknir/skýrslur sem ég hef um VS fyrir þessa síðu og mína skjólstæðinga. Ég hef fulla trú á því að þetta muni vera partur af hefðundnum sem og óhefðbundnum lækningum í framtíðinni! (Enda eru klínískar prófanir að fara að hefjast)
Einnig náði ég að sækja þjálfun í notkun SCENAR (sem er einnig að hefja klínískar prófanir) og ég fór á steinasýningu og kom heim með heilan helling af áhugaverðum steinum/kristöllum (þar á meðal Brandberg kristalla og Ajoite frá Namibiu!) og silfur skartgripi – hringa, hálsmen og armbönd. Ef þú vilt koma og skoða gersemarnar endilega hringdu í mig eða sendu mér tölvupóst og við mælum okkur mót uppí Orkulind!
Tinna María
ps. Þar sem ég er ekki læknir hef ég, né VS, að sjálfsögðu ekki leyfi til þess að “greina” eða lækna sjúkdóma.