Snillingurinn Sue
Thursday, 22. November 2007
Sue er nokkuð þekkt innan bransans sem “tannlæknirinn” þ.e.a.s. hún er einstaklega flink í munnvinnunni og hefur þróað með sér ótrúlega hæfileika við að vinna með taugakerfið.
Hún hefur unnið mikið með afleiðingar tannréttinga, tann “króna” og brýr, rótarfyllingar og amalgam og aðrar málm eitranir því þessir hlutir geta haft víðtæk áhrif á taugakerfið og þar afleiðandi allan líkamann.
Hún vinnur oft í samstarfi við tannlækna sem geta fjarlægt gamlar amalgam fyllingar og þessháttar.
Var ég svo heppin að geta unnið heilmikið með henni á meðan dvöl minni stóð og lærði ég heilan helling af henni í sambandi við munnvinnuna og hlakka ég til að leyfa skjólstæðingum mínum að njóta góðs af því!